20.9.2007 | 11:09
Alveg hreint makalaus þjóð
Já alveg erum við hreint makalaus þjóð - ekkert er okkur óviðkomandi - eða hvað??? Við étum t.d. allt upp sem kemur frá Evrópusambandinu, við skulum sko vera langfyrst að setja allt í lög, banna þetta og banna hitt. Hætta öllu sem gerir okkur að sérstakri þjóð. Nei, við skulum vera eins og allar hinar þjóðirnar, burt með allt þetta gamla. Við erum á góðri leið með að verða eiginhagsmunaseggir og frekjudósir, ég skal - ég vil - ég á - ég ég ég...... Vertu ekki að þvælast fyrir mér!!!! Hvað varð um tillitsemina við náungann, vinnugleðina sem gerði okkur að einstakri þjóð - aldrei vesen að fá íslending til að vinna, hvað varð um gleðina og ánægjuna yfir að búa á eyju út í ballarhafi, þessa einstöku/sérstöku þjóð, sem allir aðrir vildu vita eitthvað um, en enginn þorði að spyrja???
Er einhver t.d. hissa á að það skuli vera hávaði og draslaragangur í kringum skemmtistaði??? Höldum við virkilega að með því að banna reykingar, ja þá bara hætti allir að reykja??? Hefur einhvern tíma virkað að BANNA íslendingum eitthvað??? Hvernig voru "bannárin"??? Hættu allir að drekka??? Eða var bara bruggað meira??? Við erum alveg makalaus þjóð!!!
Ég las á bloggi í fyrradag (man ekki alveg lengur hver skrifaði það) - að taka ætti út minningagreinar úr Mogganum, því það sliti blaðið svo í sundur. Heldur ætti að hafa svona æviágrip einhverra merkra einstaklinga, kannski einn eða tveir í hverju blaðið, svo ætti bara að setja hitt á Netið!!! Heldur þessi "merki" maður að þeir sem mest lesa minningagreinarnar, fólk komið um og yfir miðjan aldur, sé endilegt nettengt??? Ég er ein af þeim sem kaupi Moggann um helgar, og ég renni ALLTAF yfir minningagreinarnar, sé hvort þar sé einhver sem ég þekki, eða þekkti, og oft vakna minningar um gamla tíma. Þetta er það sem gerir Moggann að "Mogganum okkar" - einstakt í veröldinni, af hverju ekki???
Svo er annað mál, sem á mér hvílir, mér finnst við íslendingar allt of oft gleyma gildi fjölskyldunnar. Við erum hissa á því að unglingar og börn séu hálf villt og umkomulaus, það er ekki þeim að kenna, það erum við foreldrarnir sem bregðumst. Við erum svo upptekin, þessi þjóð, af því að eignast allt, og það helst í gær. Við erum sokkin upp að öxlum í skuldafen, og verðum að vinna myrkranna á milli til að reyna að ná endum saman. Allt er keypt á kaupleigu eða raðgreiðslum, og vandanum velt á undan sér. Í dag erum við að ala upp kynslóð sem sjaldan eða aldrei hefur smakkað heimalagaðan mat, allt er "take away" eða tilbúið í kjötborðinu. Þau mega, samkvæmt einni reglugerðinni frá Evrópusambandinu, ekki vinna úti fyrr en um 14 eða 16 ára aldur (aldrei viss), þau mega ekki einu sinni vera lengur í sláttuhóp í unglingavinnunni fyrr en þau hafa náð 16 ára aldrei. Þau hafa aldrei kynnst atvinnuleysi, og þar af leiðandi skilja þau ekki hvað það er að hafa fyrir því að hafa vinnu. Það er heyrir til undantekninga ef fjölskyldan sest niður og ræðir málin, það eru forréttindi í dag.
Ég er amma, í fullri vinnu við að passa barnabörnin mín meðan foreldrarnir vinna úti, en á kvöldin borðum við öll saman, sitjum og spjöllum um landsins gagn og nauðsynjar, og börnin taka þátt. Þannig að mér finnst ég og mín fjölskylda heppin, börnin alast upp líka hjá afa og ömmu, læra um gamlar venjur, siði og sögur, og svo er matartíminn ætlaður til samveru allrar fjölskyldunnar. Helgarnar reynum við svo að nota til útiveru, ef veður leyfir. Þetta eru forréttindi í dag.
Ég hef líka starfað mikið með unglingum í gegn um árin, og allt eru þetta einstakir og yndislegir einstaklingar, hver á sinn hátt. Bara ef maður gefur þeim tíma og nennir að hlusta og taka tillit til og síðast en ekki síst, bera virðingu fyrir.
En þetta er nú bara mín skoðun
Um bloggið
Jóhanna Sigrún Björnsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér vinkona. Ég er samt ekki hluti af þessari makalausu þjóð, ég á hana frænku þína sem maka, HEPPIN . En þetta er svo rétt hjá þér með okkur unga fólkið í dag, ekki tími til að setjast niður, borða saman og ræða málin. Alltaf verið að vinna og fyrir hverju? Það er nauðsynlegt að eyða meiri tíma saman og ég ætla að gera það framvegis. Er að hugsa um að taka slátur, setja niður kartöflur og fara í kirkju. Við öll saman.
Gott hjá þér að vera farin að blogga, bara frábært. Bestu kveðjur á alla, knús og kossar.
Vsjóns og co.
Vsjons (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.