17.9.2007 | 10:57
Einu sinni verður allt fyrst
Jæja, aldrei datt mér nú í hug að ég færi að blogga!!! En einu sinni verður allt fyrst, og maður verður víst aldrei of gamall til að læra.
Mig hefur lengi langað til að leggja orð í belg á þessum síðum, en kjarkinn hefur skort þar sem ég er nú ekki sú allra allra besta í öllu því sem snýr að tölvum og tólum. Öll þessi orð sem ég veit bara ekkert hvað þýða - og allir þessir möguleikar - ja minn gamli heili er bara orðinn svo hægfara og götóttur, að ég á í mestu vandræðum með að muna þetta allt. En nú skal á brattann sækja, klæðast herklæðum og leggjast í víking inn í tölvuheima bloggaranna!! Og skal byrjað á að lesa sér til - skrifa það svo á litla gula/rauða/bláa og græna miða - hengja þá upp á tölvugarminn, svo allt sé nú í "sjón" fjarlægð - og hefja skriftir. Sjáumst (heyrumst - eða hvað maður nú segir hér) því fljótlega aftur.
Um bloggið
Jóhanna Sigrún Björnsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með bloggið, mikið hlakka ég til að lesa meira, nógu gaman er nú að kíkja í kaffi til þín á morgnana þannig að þetta reddar öllu þar á milli
Steina Margrét (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 11:14
jæja gamla - brettu upp ermarnar og reyndu að skrifa eitthvað skemmtileg....það er fylgst með þér.
Örverpið
gugga (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 08:38
Jááá, alveg ljómandi hjá þér góða mín!!!
Rúna BRúna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 05:11
Ég tek undir með henni móður minni, það er eins gott að þú standir þig í skrifunum því við erum öll að fylgjast með!
Hvenær á svo að bjóða manni í heimsókn???
Kv, örverpissonurinn.
Guðni Þór Björgvinsson, 26.9.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.