Hversl lags endemis þvæla er þetta eiginlega.....

Er þetta það helsta sem mönnum dettur í hug að gera við peningana sem enn eru til í þessu landi????  Meðan skorið er niður í öllu kerfinu, launafólk tekur á sig þvílíkar byrðar að það hálfa væri helmingi meira en nóg, þá dettur mönnum það virkilega í hug, að reyna að kæra í þriðja sinn - og eyða fleiri fleiri milljónum af almannafé, sem betur væri varið í að minnka niðurskurð t.d. í heilbrigðiskerfinu.... Ég er svo yfir mig hneyksluð og reið núna, að ég kem varla orðum að því sem mig langar að segja!!!!

Auðvitað á að draga menn til ábyrgðar fyrir það sem þeir gera rangt, en það er tvisvar búið að sýkna í þessum málum - svo hvers vænta menn - þó þeir reyni í þriðja sinn... Það kemur víst til með að kosta okkur skildinginn, þegar og ef einhverntíma verður ákært í málum sem varða fall bankanna, blessuð sé minning þeirra...  Væri ekki bara rétt að setja þá aurinn í sparibaukinn, og fara að safna fyrir því...

Og þó þessi menn yrðu einhverntíma dæmdir sekir, þá er bara ekki pláss fyrir þá í fangelsum landsins, sem "by the way" - er verið að loka vegna fjárskorts!!!

Þvílík endemis þvæla og vitleysa - ég segi bara ekki meir....

 


mbl.is Ákært á ný í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt grænmeti - ekki íslenskt????

Í morgun fékk ég eftirfarandi tölvupóst:

"Halló gott fólk,
Ég vil koma með smá viðvörun.
Sterkur grunur er á að salat í pokum geti verið smitað af hættulegum sýkli
en fleiri tilfelli hafa verið að greinast núna undanfarna daga á
sýkladeild Landspítalans en gengur og gerist. Einkenni eru niðurgangur og
þarf stundum að leggja fólk inn á sjúkrahús vegna þessa því fólk getur
tapað miklum vökva úr líkama, og getur sýkingin verið mjög slæm. Ástæðan
fyrir að ég veit þetta er sú að móðir mín vinnur á sýkladeildinni en henni
finnst full ástæða til að vara fólk við þessu. Heilbrigðisstarfsfólk er
s.s. hrætt um að faraldur geti farið í gang og verður trúlega byrjað að
biðja fólk sem hefur niðurgang að skila inn sýni fljótlega. Ekki er vitað
hvaðan fólk er að smitast en sterkasti grunurinn núna beinist að salati í
pokum.  Ég vil því biðja ykkur um að forðast að borða salat úr pokum á
næstunni á meðan verið er að rannsaka málið, svona ef þið viljið vera "on
the save side". Ég vil líka taka það fram að hér er einungis um sterkan
grun að ræða, ekki er búið að sanna neitt. En þar sem mér þykir svo vænt
um ykkur öll á vildi ég láta ykkur vita :-)  Svo er annað mál að trúlega
er allt salat í pokum innflutt þó að annað standi á pokunum. Þess vegna er
þessi sýking að koma upp, því þessi sýking hefur ekki verið að finnast í
íslensku grænmeti. Íslenskir grænmetisbændur eru reiðir.  Það á s.s. að
vera í lagi að kaupa salat sem er ekki í pokum og er íslenskt.

Ég hef sjálf verið hrifin af þessu salati í pokum og keypt það mikið
undanfarna mánuði, en nú mun ég láta það alveg vera þar til ég veit meira.

Þá vitið þið það..."

Í góðri auglýsingu forðum sagði: "Veljum íslenskt"  - og í góðri trú þá kaupir maður "íslenskt" salat - en svo kemur í ljós að það er allt innflutt!!!! Eða hvað????  Er kannski fleira sem merkt er "íslenskt" - en er ALLS EKKI íslenskt - bara sett í umbúðir hérna??? Algerlega fáránlegt!!!

Maður treystir því að verið sé að kaupa góða íslenska vöru - sem er ekki sprautuð með alls kyns óþverra - elur börnin sín á þessu og kennir þeim að allt sem íslenskt er - sé það hollasta og besta sem völ er á - EN SVO..... kemur þetta!!!

Nú eiga seljendur að svara því hvort þetta er rétt eða rangt -  og að maður geti framvegis treyst því sem stendur á umbúðunum -  OG HANA NÚ !!!! Crying

 


 


Alveg hreint makalaus þjóð

Já alveg erum við hreint makalaus þjóð - ekkert er okkur óviðkomandi - eða hvað??? Við étum t.d. allt upp sem kemur frá Evrópusambandinu, við skulum sko vera langfyrst að setja allt í lög, banna þetta og banna hitt.  Hætta öllu sem gerir okkur að sérstakri þjóð. Nei, við skulum vera eins og allar hinar þjóðirnar, burt með allt þetta gamla. Við erum á góðri leið með að verða eiginhagsmunaseggir og frekjudósir, ég skal - ég vil - ég á - ég ég ég...... Vertu ekki að þvælast fyrir mér!!!! Hvað varð um tillitsemina við náungann, vinnugleðina sem gerði okkur að einstakri þjóð - aldrei vesen að fá íslending til að vinna, hvað varð um gleðina og ánægjuna yfir að búa á eyju út í ballarhafi, þessa einstöku/sérstöku þjóð, sem allir aðrir vildu vita eitthvað um, en enginn þorði að spyrja???

Er einhver t.d. hissa á að það skuli vera hávaði og draslaragangur í kringum skemmtistaði??? Höldum við virkilega að með því að banna reykingar, ja þá bara hætti allir að reykja??? Hefur einhvern tíma virkað að BANNA íslendingum eitthvað??? Hvernig voru "bannárin"??? Hættu allir að drekka??? Eða var bara bruggað meira??? Við erum alveg makalaus þjóð!!!

Ég las á bloggi í fyrradag (man ekki alveg lengur hver skrifaði það) - að taka ætti út minningagreinar úr Mogganum, því það sliti blaðið svo í sundur.  Heldur ætti að hafa svona æviágrip einhverra merkra einstaklinga, kannski einn eða tveir í hverju blaðið, svo ætti bara að setja hitt á Netið!!! Heldur þessi "merki" maður að þeir sem mest lesa minningagreinarnar, fólk komið um og yfir miðjan aldur, sé endilegt nettengt??? Ég er ein af þeim sem kaupi Moggann um helgar, og ég renni ALLTAF yfir minningagreinarnar, sé hvort þar sé einhver sem ég þekki, eða þekkti, og oft vakna minningar um gamla tíma. Þetta er það sem gerir Moggann að "Mogganum okkar" - einstakt í veröldinni, af hverju ekki??? 

Svo er annað mál, sem á mér hvílir, mér finnst við íslendingar allt of oft gleyma gildi fjölskyldunnar.  Við erum hissa á því að unglingar og börn séu hálf villt og umkomulaus, það er ekki þeim að kenna, það erum við foreldrarnir sem bregðumst.  Við erum svo upptekin, þessi þjóð, af því að eignast allt, og það helst í gær.  Við erum sokkin upp að öxlum í skuldafen, og verðum að vinna myrkranna á milli til að reyna að ná endum saman.  Allt er keypt á kaupleigu eða raðgreiðslum, og vandanum velt á undan sér.  Í dag erum við að ala upp kynslóð sem sjaldan eða aldrei hefur smakkað heimalagaðan mat, allt er "take away" eða tilbúið í kjötborðinu.  Þau mega, samkvæmt einni reglugerðinni frá Evrópusambandinu, ekki vinna úti fyrr en um 14 eða 16 ára aldur (aldrei viss), þau mega ekki einu sinni vera lengur í sláttuhóp í unglingavinnunni fyrr en þau hafa náð 16 ára aldrei.  Þau hafa aldrei kynnst atvinnuleysi, og þar af leiðandi skilja þau ekki hvað það er að hafa fyrir því að hafa vinnu. Það er heyrir til undantekninga ef fjölskyldan sest niður og ræðir málin, það eru forréttindi í dag.

Ég er amma, í fullri vinnu við að passa barnabörnin mín meðan foreldrarnir vinna úti, en á kvöldin borðum við öll saman, sitjum og spjöllum um landsins gagn og nauðsynjar, og börnin taka þátt.  Þannig að mér finnst ég og mín fjölskylda heppin, börnin alast upp líka hjá afa og ömmu, læra um gamlar venjur, siði og sögur, og svo er matartíminn ætlaður til samveru allrar fjölskyldunnar. Helgarnar reynum við svo að nota til útiveru, ef veður leyfir. Þetta eru forréttindi í dag.

Ég hef líka starfað mikið með unglingum í gegn um árin, og allt eru þetta einstakir og yndislegir einstaklingar, hver á sinn hátt.  Bara ef maður gefur þeim tíma og nennir að hlusta og taka tillit til og síðast en ekki síst, bera virðingu fyrir.

En þetta er nú bara mín skoðun Halo


Einu sinni verður allt fyrst

Jæja, aldrei datt mér nú í hug að ég færi að blogga!!! En einu sinni verður allt fyrst, og maður verður víst aldrei of gamall til að læra.

Mig hefur lengi langað til að leggja orð í belg á þessum síðum, en kjarkinn hefur skort þar sem ég er nú ekki sú allra allra besta í öllu því sem snýr að tölvum og tólum.  Öll þessi orð sem ég veit bara ekkert hvað þýða - og allir þessir möguleikar - ja minn gamli heili er bara orðinn svo hægfara og götóttur, að ég á í mestu vandræðum með að muna þetta allt.  En nú skal á brattann sækja, klæðast herklæðum og leggjast í víking inn í tölvuheima bloggaranna!! Og skal byrjað á að lesa sér til - skrifa það svo á litla gula/rauða/bláa og græna miða - hengja þá upp á tölvugarminn, svo allt sé nú í "sjón" fjarlægð  - og hefja skriftir.  Sjáumst (heyrumst - eða hvað maður nú segir hér) því fljótlega aftur. Wink


Um bloggið

Jóhanna Sigrún Björnsdóttir

Höfundur

Jóhanna Sigrún Björnsdóttir
Jóhanna Sigrún Björnsdóttir
Amma í aðalhlutverki
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband